Dagrún Birta endurnýjar samning við knattspyrnudeildina

Dagrún Birta Karlsdóttir hefur endurnýjað samning sinn við knattspyrnudeild Hauka. Dagrún, sem er uppalin í Haukum, var lykil leikmaður í liði Hauka í Inkasso deildinni í sumar sem endaði í 4. sæti deildarinnar.

Dagrún sem er tvítug að aldri tók miklum framförum í sumar og spilaði hún 17 leiki sem miðvörður og skoraði tvö mörk. Hún er með alvöru hugarfar og sannkallað Hauka hjarta en hún er einnig í þjálfarateymi 7. flokks kvenna.

Knattspyrnudeild Hauka fagnar nýjum samning við Dagrúnu enda bindum við miklar vonir við hana á komandi árum.

Áfram Haukar!

Dagrún Birta og Halldór Jón Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Hauka