Daði Snær Ingason skoraði fyrir U17 ára landsliðið

Daði SnærDaði Snær Ingason sem valinn var í U17 ára landslið KSÍ fyrir tvo æfingaleiki á móti Norður Írum stóð fyrir sínu í báðum leikjunum.

Daði Snær gerði sér lítið fyrir og skoraði sigurmark Íslands í fyrri leiknum á 74. mín. eftir laglega sókn Íslenska liðsins. Ísland sigraði báða leikina 1-0.

Við óskum Daða Snæ til hamingju með markið og landsleikina og verður gaman að fylgjast með þessu mikla efni í sumar á Schenkervellinum.