Daði og Álfgrímur í úrtökumót KSÍ á Laugarvatni

HaukarÚrtökumót KSÍ fyrir drengi fædda 1998 fer fram á Laugarvatni um næstu helgi. Þarna eru valdir þeir drengir sem þykja efnilegir í sínum árgangi og skara fram úr á landsvísu.

Að þessu sinni eru 64 strákar í úrtakinu og eigum við Haukar tvo fulltrúa, þá Daða S. Ingason og Álfgrím G. Guðmundsson.

Haukar óska þessum drengjum til hamingju með áfangann og ekki er nokkur vafi að þeir verða okkur Haukum til sóma!