Á fréttamannafundi sem haldinn var á Ásvöllum í hádeginu í dag var tilkynnt að Daði Lárusson væri genginn í raðir Hauka frá FH. Daði skrifaði undir tveggja ára samning við Hauka.
Daði sem er 36 ára hefur leikið nánast allan sinn feril með fimleikafélaginu en auk þess hefur hann spilað í Bandaríkjunum og í Englandi. Hann á yfir 180 leiki að baki með meistaraflokki FH og auk þess hefur hann spilað þrjá landsleiki.
Undanfarin ár hefur Daði verið fyrirliði FH en hann spilaði 19 leiki með FH í Pepsi-deildinni síðasta ár. Hann hefur verið fastamaður í meistaraliði FH síðustu ár og kemur því í lið Hauka með feikilega mikla reynslu en auk þess hefur hann leikið í Meistaradeildinni með FH.
Það verður því hart barist um markmannssætið hjá Haukum á næsta ári því fyrir er Amir Mehica sem hefur heldur betur sýnt það undanfarin ár að hann er í úrvalsdeildarklassa.
Þar með hafa fjórir leikmenn gengið til liðs við Hauka fyrir komandi tímabil en áður hafði Guðmundur Viðar Mete og Arnar Gunnlaugsson komið frá Val og Kristján Ómar Björnsson frá Þrótti.
Við bjóðum Daða Lárusson velkominn í Hauka.
Mynd: Daði Lárusson með gulamarkmannsbúninginn í höndunum skömmu eftir að hafa ritað undir tveggja ára samning við Hauka – Hafliði Breiðfjörð / Fótbolti.net

Mynd: Daði Lárusson og Ingvar Magnússon formaður meistaraflokks ráðs Hauka við undirritun samningsins – Hafliði Breiðfjörð / Fótbolti.net