Mánudaginn 22. maí síðastliðinn spilaði meistarflokkur kvenna hjá Haukum sinn fyrsta leik í 1. deild kvenna A riðli sumarið 2006.
Lið Hauka er lítið breytt frá síðasta tímabili en nokkrar að lykilmanneskjum síðasta á eru horfnar á braut og í þeirra stað eru komnir 3 nýjir útlendingar og ein sem spilaði með Haukum síðasta sumar einnig er ein ný komin frá FH. Þjálfari síðasta sumars verður áfram með liðið en það er hinn þrautreyndi knattspyrnumaður Salih Heimir Porca.
Veðrið á Ásvöllum var ekki upp á marga fiska á mánudaginn var en mikið rok var og skíta kuldi.
Byrjunarlið Hauka var þannig að Jelena Petrovic var í markinu fyrir framan hana voru Aðalheiður Sigfúsdóttir, Björk Gunnarsdóttir, Fríða Rúnarsdóttir og Saga K. Finnbogadóttir. Á miðjunni voru Björg Magnea Ólafs, Chris Lessa, Dagbjört Agnasdóttir og Tanja Harju en fyrir framan þær voru þær Alexandra Mladenovic og Linda Rós Þorláksdóttir en hún var jafnframt fyrirliði Hauka.
Það bar strax til tíðinda á 7 mínútu þegar Alexandra var sloppin ein inn í gegn og var komin rétt fyrir utan vítateig ÍR og þaá kom Brynja Ólafsdóttir og tæklaði Alexöndru aftan frá og fékk umsvifalaust á líta rauða spjaldiðog Haukar fengu aukaspyrnu en Alexandra tók hana sjálf en skaut rétt yfir mark ÍR stelpna.
Haukar fengu hornspyrnu á 13 mínútu og spyrnan fór beint á kollinn á Chris en Jessica l. Marel í marki ÍR varði skallann vel.
Ekkert markvert skeði á næstu mínútum þó skiptust liðin á að fá hálffæri en á 31 mínútu átti Dagbjört gott skot rétt fyrir utan teig en skotið hennar var vel varið af Jessicu L. Marel í marki ÍR.
Síðan á 32 mínútu fengu ÍR stelpur gott færi þegar Bryndís Jóhannesdóttir átti góan sprett upp vinstri kantinn og gaf inn í á leikmann Þórdísi Þórðardóttur en hún hitti ekki boltann. Tvem mínútum voru þær báðar aftur að verki en nú var það Þórdís sem gaf inn í en skotið frá Bryndísi var ekki gott og fór ekki á markið.
Á 41 mínútu fékk Saga boltann í hægri bakverðinum sendi háan bolta á Björg Magenu sem skallaði boltann innfyrir á Lindu Rós en hún kláraði færið eins og sannur framherji og staðan orðin 1 0 fyrir Hauka.
Stuttu síðar átti einn útlendingurinn í liði ÍR Katrina Hirsch góða rispu upp miðjuna og sólaði hverja Hauka stelpuna af fætur annarriog sendi síðan boltann fyrir og þar var Bryndís Jóhannesdóttir réttur maður á réttum tíma og setti boltann framhjá Jelenu í marki Hauka.
Fáeinum mínútum síðar flautaði Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari leiksins til hálfleiks.
Leikurinn byrjaði fjörlega eftir hlé því strax á 48 mínútu áttu ÍR stelpur gott skot í stöng og náðu þær líka frákastinu en það var Bryndís Jóhannesdóttir sem fékk boltann og skaut fostu skoti beint í markið og kom ÍR í 1 2.
Á 53 mínútu gerðu Haukar tvær breytingar á liði sínu þegar Tanja Harju og Björk Gunnarsdóttir komu útaf og í stað þeirra komu Margrét Helga Stefánsdóttirog Þórdís Pétursdóttir.
Á 62 mínútu áttu Haukar sitt fyrsta skot að marki í seinni hálfleik en það átti Dagbjört beit úr aukaspyrnu en Jessica l. Marel í marki ÍR varði vel.
Á 63 mínútu gerðu Haukar eina breytingu á liðisínu þegar Chris Lessa fór útaf fyrir Söru Hlynsdóttur. Fátt skeði næstu mínúturnar en svo á 76 mínútu fengu ÍR aukaspynru á miðum vallarhelmingi Hauka og Katrina Hirsch gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr aukaspyrnunni og staðan orðin1 3.
Ekkert skeði fyrr en á 86 mínútu en þá slapp Bryndís Jóhannesdóttirein inn í gegn og skaut en Jelena í marki Hauka varði mjög vel.
Í uppbótartíma skaut Margrét Sveinsdóttir góðu skoti en hún stóð á vítateigshorninu vinstra megin en skotið fór í netið eftir slæm mistök hjá Jelenu í marki Hauka og staðan orðin því 1 4. Stuttu síðar flautaði Vilhjálmur Alvar Þórarinsson ágætur dómari leiksins til leiksloka.
1 4 tap staðreynd og sárt að tapa svona stórt eftir að vera einum manni fleiri allann leikinn. Því miður voru Hauka stelpurnar að spila langt undir getu og eiginlega engin sem skar upp úr í þessum leik.
Næsti leikur meistaraflokks kvenna er á móti BÍ/Bolungavík er á Ásvöllum sunnudaginn 28. maí klukkan 16:30 og hvet ég Haukafólk að fjölmenna á leikinn því Hauka stelpunar þurfa á sigri að halda. Áfram Haukar!!!