Dúkurinn fagurblái

Að taka þátt í meistaradeild Evrópu í handbolta er krefjandi fyrir alla hjá félaginu. Hvort sem það er fyrir leikmenn eða þá sjálfboðaliða sem sjá til þess að allt gangi sem best. Einn angi af því að vera með í evrópukeppninni er að leggja þarf sérstakan dúk yfir parketið á Ásvöllum en þetta er keppnisdúkur meistaradeildarinnar.

Sjálfboðaliðar Hauka leggja mikla vinnu á sig til þess að leggja þennan dúk en það er ekki auðvelt verk og tekur mikinn tíma.

Heimasíðan kíkti á Ásvelli þegar Haukamenn voru að leggja dúkinn en þó nokkuð margir þurfa að leggja hönd á plóginn.

Haukar leika á sunnudag gegn ungverksa liðinu Vezprém og hefst leikur kl. 16.00 á Ásvöllum.

Myndir: Haukamenn að leggja dúkinnstefan@haukar.is