Dögurð

Haukar

Það ríkti sannkölluð fjölskyldustemming á Ásvöllum í dag þar sem um 250 manns mættu í dögurð hjá getraunaleik Hauka og kom þar berlega í ljós hversu mikil samstaða er innan félagsins. Margir góðir gestir mættu,  Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Ólafur Rafnsson,  forseti ÍSÍ, Pétur Hrafn Sigurðsson frá Íslenskri getspá auk okkar allra henna og á staðnum var að sjálfsögðu Guðbrandur Stígur sem er “sérstakur spekingur” um getraunastarf.

Ási Sveins sá um matreiðslu ásamt Palla, Geir, Eiríki, Guðmundi og fleirum góðum aðstoðarmönnum  og báru fram miklar kræsingar. Í boði var beikon og egg að hætti enskra, brauð og álegg fyrir svanga og grænmeti og ávextir fyrir þá sem enn eru að ná sér eftir jólasteikina.

Það eru 8 vikur síðan að getraunaleikur Hauka byrjaði og erum við nú þegar búin að skáka öllum öðrum klúbbum á Íslandi hvað varðar fjölda liða og eru Haukar komnir á toppinn í getraunaleiknum og þar ætlum við að vera.

Það er heitt á könnunni á hverjum laugardagsmorgni milli kl 10 og 14 og þangað eru  allir velkomnir. Getraunaleikur Hauka er tilvalin vettvangur til að hitta vini og félaga fara yfir liðna viku og spá í leiki dagsins fyrir þá sem það vilja. Það ríkir bjartsýni og gleði á laugardagsmorgnum á Ásvöllum.  

Búið er uppfæra stöðuna í riðlunum og er hægt að sjá hana hér til vinstri á síðunni: Getraunaleikur Hauka 221

 

Dögurð

HaukarHauka-getraunir bjóða í dögurð (brunch) laugardaginn 9. janúar næstkomandi.

Ási kokkur mun mæta að Ásvöllum og útbúa fyrir okkur alvöru Hauka-dögurð.

Sérstakir gestir verða Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, Stefán Konráðsson og Pétur Hrafn Sigurðsson frá Íslenskri getspá.

Brunchið verður kl. 11.30

Mætum öll og eigum notalega stund saman í léttu spjalli og góðum mat. Að sjálfsögðu er þér velkomið að bjóða maka þínum. Því eins og við segjum í Haukagetraunum þá er getraunastarf, félagsstarf fyrir alla fjölskylduna.

Hlökkum til að sjá þig

Hauka-getraunir.