Dómaranámskeið á miðvikudaginn – ókeypis og opið ö

Á miðvikudaginn 16. apríl standa Haukar fyrir KSÍ Unglingadómaranámskeiði á Ásvöllum kl. 18:00. Á námskeiðið fara allir leikmenn 2.flokks karla og kvenna sem ætla sér að fá afslátt af æfingagjöldunum fyrir árið 2007-8, en allir aðrir áhugasamir eru velkomnir.

Við hvetjum foreldra sérstaklega til að íhuga þann möguleika að koma að íþróttastarfi barsins síns með þessum einfalda og vanmetið skemmtilega hætti. Að dæma er fín hreyfing og í þokkabót fær sá sem dæmir 10 leiki á ári dómarapassa sem virkar sem aðgangur á alla leiki á vegum KSÍ (Landsbankadeildin, osfrv.)

Námskeiðið er ókeypis.

…………………….

Auglýsing af heimasíðu KSÍ

Unglingadómaranámskeið verður haldið að Ásvöllum miðvikudaginn 16. apríl kl. 18:00.

Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Sá sem lýkur þessu námskeiði öðlast réttindi til þess að dæma í 4. flokki og neðar og getur einnig verið aðstoðardómari í 2. flokki.

Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Námskeiðið er ókeypis.

Skráning er hafin hjá magnus@ksi.is.