Díana Guðjónsdóttir þjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta var spurð sporunum út í stuttu viðtali sem Haukar.is tók við hana. Díana er að fara þjálfa liðið nú annað árið í röð en tók við liðinu fyrir tímabilið í fyrra eftir að hafa verið að þjálfa kvennalið HK.
Tilgangur viðtalsins var einna helst sá, að handknattleikstímabilið er að fara á fullt á næstu dögum og vildum við aðeins fá að vita stöðuna á liðinu hjá Díönu.
Með því að ýta á „Lesa meira“ getur þú skoðað viðtalið.
Er kominn spenningur í hópinn fyrir komandi tímabil ? „ Já ég myndi segja það að það væri komin nokkur spenna í hópinn. Liðið er búið að æfa vel og er mjög góður andi í hópnum. Undibúningurinn hefur verið aðeins öðruvísi en hann var í fyrra og mun ég reyna að einblína meira á andlegan undirbúning leikmanna.
Telur þú liðið vera betra nú en til að mynda í fyrra ? „Liðið sem ég er með í höndunum núna er allt öðruvísi en ég var með í fyrra. Reynsluboltar hafa horfið á braut og yngri leikmenn komið inn. Ég tel ekki vera hægt að bera liðið núna við það lið sem ég var með í fyrra. “
Nú vita kannski ekki allir alveg hvaða leikmenn hafa komið í Hauka og yfirgefið Hauka, hvaða breytingar hafa orðið á leikmannahópnum síðan í fyrra ? „ Hættar: Harpa Melsted, Hind Hannesdóttir, Inga Fríða Tryggvadóttir og Ausra Geciene. Farin: Laima Miliauskaite. Komnar: Heiða Ingólfsdóttir, Nína Arnfinsdóttir, Ester Óskarsdóttir, Tatjana Zukovska. “
Hvernig finnst þér nýju leikmennirnir vera búin að standa sig ? „ Nýju leikmennirnir aðlagast mjög vel og hafa komið mjög vel út. Þeir falla mjög vel inn í hópinn. “
Telur þú að deildin verði jafnari í ár en í fyrra ? „ Deildin var nú mjög skemmtileg í fyrra og réðst það ekki fyrr en í lokaumferðinni hver yrði Meistari. Ég gæti trúað því að það yrði mjög svipað í ár. “
Hvaða lið munu berjast um titla baráttuna í ár ? „ Ég reikna með að Stjarnan og Valur muni berjast um titilinn. Hvað önnur lið varða þá verður gaman að sjá hvenær þau verða búin að stilla saman strengina og þá gætu mörg lið komið skemmtilega á óvart. “
Hvert er markmið vetrarins ? „ Okkar markmið er að gera betur en í fyrra og vera í efri hlutanum á deildinni. Í æfingarhópnum hjá okkur í dag eru ungir leikmenn sem eru ný komnir upp úr unglingaflokki eða eru enþá í unglingaflokki. Þannig að um leið og við stefnum að vera í efti hlutanum þá erum við líka að byggja upp og koma ungum Haukastelpum upp. “
Telur þú að árangur íslenska landsliðsins á ÓL, geri það að verkum að meiri áhugi verði á íslensku deildinni í vetur ? „Auðvitað skiptir árangurinn frá Olympíuleikunum miklu máli, er það nú í höndum okkar og stjórn handboltahreyfingarinnar að nýta það og setja handobltann á hærra plan hér á Íslandi. Bæði hvað varðar umgjörð, umfjöllun og.fl.“
Er eitthvað sem Díana vill segja við Haukamenn og aðra handboltaáhugamenn? „ Hlakka til að sjá fólkið á leikjunum í vetur og nú er um að gera að koma öll á Ásvellir 20. september þar sem við munum mæta Stjörnunni og gaman væri að sjá Haukafólk á svæðinu.. Einnig hefur verið stofnað Meistaraflokksráð kvenna og ef einhver vill leggja fram aðstoð sína að hafa endilega samband við okkur. Áfram Haukar. “