Díana Guðjónsdóttir

Heimasíðan setti sig í samband við Díönu Guðjónsdóttur, þjálfara meistaraflokks kvenna, og spurði hana nokkra spurninga.

Stelpurnar eru í 5. sæti N1 deildarinnar með 18 stig eftir 17 leiki. Er þetta það sem þú bjóst við?

Nei ég ætlaði mér stærri hluti í vetur en því miður gekk það ekki eftir.

Hvað hefur verið að klikka hjá liðinu?

Við höfum spilað alltof fáa leiki af eðlilegri getu.  Því miður hefur það verið þannig að ef sóknin hefur verið góð þá hefur vörnin klikkað og svo öfugt. 

Eru einhverjir ljósir punktar sem þú sérð hjá liðinu?

Já það eru margir ljósir punktar sem ég sé t.d. eftir áramót hefur Ramune spilað mjög vel og vonandi verður það áfram.  Einnig getur liði leikið mjög góðan varnarleik en því miður hefur það gerst alltof sjaldan.

Hvað hefur komið þér á óvart í vetur þegar litið er á N1 deildina?

Það kemur mér kannski á óvart er að Valur skuli ekki vera á toppnum, í mínum augum eru þær með besta liðið.  Fram-liðið er búið að spila mjög vel og er því á toppnum en því miður held ég að þær nái ekki að klára þetta og að Stjarnan klári þetta.

Nú var stefnt að því í upphafi veturs að gera N1 deildina áhugaverða og búa til stemningu í kringum leikina. Finnst þér þetta vera að heppnast vel?

Nei því miður finnst mér það ekki.  Þetta eru alltof fáir leikir sem eru með marga áhorfendur en við þurfum að skoða hvað við getum gert til að auka áhorfenda fjöldann.

Nú hefur landsliðsþjálfarastaðan verið á allra manna vörum síðustu daga. Það eruð fjórir þjálfarar búnir að hafna stöðunni. Hvern myndir þú vilja sjá taka við liðinu nú?

                Ég veit það ekki sem betur fer sagði Aron NEI hefði ekki viljað missa hann frá Haukum.  Það er spurning hvort útlendingur sé bestur í stöðunna er ekki viss en það væri kannski hægt að kanna Mikka hjá HK sem er mjög fær þjálfari og er farinn að þekkja íslenskan handbolta mjög vel eða Buta hjá Fram og þeim til aðstoðar myndi ég vilja sjá jafnvel Heimir Ríkharðsson.

 Um næstu helgi verður stórleikurinn í N1 deildinni. Þá koma Stjörnustelpur í heimsókn til okkar stelpna. Má ekki búast við hörkuleik?

                Jú ég á ekki von á öðru en að við gírum okkur upp fyrir þann leik og sýnum Hauka-stuðningsmönnum hvað í okkur býr.

Nú skiptir stuðningur áhorfenda alltaf miklu máli. Finnst þér stuðningur áhorfenda Haukamanna hafa verið góður það sem af er vetri?

                Því miður hefur verið illa mætt á okkar leiki en þeir sem hafa komið hafa sýnt okkur góðan stuðning og vonandi í framtíðinni mun þetta breytast.  Stefnan hjá mér er að auka áhorfenda fjöldan töluvert.

Er eitthvað annað sem Díana vill koma til skila til Haukamanna og annarra handboltaáhugamanna?

Ég vona bara að Haukastuðningsmenn muni fara að fjölmenna á leikina í framtíðinni , því framtíðin er björt margir efnilegir leikmenn sem eru að koma upp á næstu árum hjá félaginu.

Áfram Haukar.

 

Við þökkum Díönu kærlega fyrir og vonum að nú fari allt að ganga hjá stelpunum okkar.