Fyrsti leikur meistaraflokks kvenna er á morgun, á Ásvöllum klukkan 14:00.
Haukar taka þá á móti Íslandsmeisturunum úr Garðabæ, Stjörnunni. Stjarnan er með hörkulið og sigraði til að mynda um síðustu helgi Fylki, í leik meistara meistaranna.
Við tókum stutt spjall við Díönu Guðjónsdóttir, þjálfara Hauka og spurðum hana aðeins út í leikinn og báðum hana svo að tippa á leiki umferðarinnar.
Díana er nú að fara hefja sitt annað ár með liðið.
Eru eitthver meiðsli eða veikindi sem veldur að leikmaður getur ekki spilað leikinn gegn Stjörnunni ?
Nei, ekki eins og staðan er núna.
Hvernig lýst þér á leikinn á laugardaginn ?
Mér lýst mjög vel á leikinn og við bíðum spenntar að hefja þetta mót.
Er Stjarnan með sterkasta liðið í deildinni ?
Stjarnan er með mjög sterkt lið og einnig líka Valur.
Telur þú það gott, að mæta ríkjandi Íslandsmeisturum í fyrsta leik ? , afhverju / afhverju ekki ?
Finnst það ekki skipta máli hverjum við mætum. Við þurfum að mæta öllum liðum og er ekki gott að fá Íslandsmeistarana í hús í fyrsta leik. Vonandi mæta Haukamenn á völlinn.
Hvernig spáir þú hinum leikjunum,
Fylkir – Valur: Valur vinnur þennan leik.
HK – Fram: Fram er búið að vera óheppin með meiðsli ef allar verða með þar, þá vinna Framararnir þennan leik.
Grótta – FH: Þetta gæti orðið hörkuleikur en ég tel Gróttu taka tvö stig í þessum leik.