Þá er það endanlega frágengið að Sóknarmaðurinn Denis Curic muni leika með Haukum í sumar, en áður var búið að fjalla um það en Denis ákvað að fara til reynslu til 2. deildar liðsins Valdres í Noregi, en það gekk ekki eftir þar sem að þeir voru ekki tilbúnir að greiða þá upphæð sem sett var á leikmanninn.
Denis lék með Hetti á Egilsstöðum síðastliðið sumar og lék 18 leiki og skoraði 9 mörk í þeim.
Denis kom til landsins í fyrradag og er byrjaður að æfa með Haukum á fullu og megum við búast við að sjá nokkur mörk frá honum á komandi leiktíð.
Við á Haukar.is óskum Denis velkominn í hópinn.
Mynd: Gunnar Gunnarsson