Coca Cola vika framundan

Það er stór vika framundan hjá handboltanum en bæði meistaraflokksliðin keppa í 16 liða úrslitum Coca Cola bikarsins.

Strákarnir hefja leik á fimmtudaginn, 9. september, í Kaplakrika gegn erkifjendum okkar í FH og hefst leikurinn kl. 20:30.

 

Stelpurnar spila gegn ÍR, föstudaginn 10. september kl. 19:30 í Austurbergi.

Við hvetjum allt okkar Haukafólk til að mæta á leikina og hvetja liðin til sigurs.