Brotlending í Hveragerði

HaukarHaukastelpur töpuðu í kvöld fyrir Hamri í öðrum leik liðanna í undanúrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna.

Lokatölur leiksins voru 53-41 heimastúlkum í vil en leikið var í Hveragerði. Afar lítið var skorað í leiknum en Haukastelpur voru 23-20 undir í hálfleik.

Í þriðja leikhluta jók Hamar muninn og munaði 10 stigum þegar lokaleikhlutinn hófst 40-30.

Þar náðu Haukastelpur ekki að minnka muninn nógu mikið og höfðu heimastúlkur sigur 53-41.

Stigahæst hjá Haukum var Kristrún Sigurjónsdóttir með 12 stig en liðið hitti afar illa í kvöld og setti aðeins 29% tveggja-stiga skota sinna og 10.5% í þriggja-stiga skotum.

Næsti leikur liðanna er á sunnudagskvöld á Ásvöllum og hefst kl. 19:15.