Sunnudaginn 11. janúar 2009 hefst námskeið fyrir iðkendur í 8 flokki í fótbolta og foreldra þeirra. Námskeiðið verður kl. 10:00 til 10:45 á sunnudögum í Hraunvallaskóla. Tímarnir ganga út á fjölbreyttar æfingar með bolta þar sem áhersla verður á samvinnu barns og foreldris sem og samhæfingu og almenna boltafærni.
Einungis er pláss fyrir 12 börn og 12 foreldra. Athugið að ætlast er til að eitt foreldri mæti alltaf með hverju barni og taki fullan þátt í æfingunni og sé í viðeigandi íþróttaskóm. Námskeiðið er endurgjaldslaust fyrir þá sem hafa greitt æfingagjald 8 flokks. Kennarar á námskeiðinu verða Kristján Ómar Björnsson og Albert Magnússon. Tekið er á móti skráningum á netfangið „kristjan.omar (hja) gmail.com“ eða í síma 695 5415.
Rétt er einnig að taka fram að ef í ljós kemur umfram eftirspurn í námskeiðin þá verður þeim fjölgað.
Einnig er rétt að taka fram að æfingar 8 flokks á sunnudagsmorgnum verða sameinaðar 7 flokks æfingum kl. 9:30 á sunnudagsmorgnum. Þeir iðkendur sem mæta á þessar sameiginlegu æfingu á sunnudagsmorgnun verða að hafa nægilega færni til að spila með eldri strákum.