Haukar áttu þrjá fulltrúa í úrvalsliði afmælismóts Hafnarfjarðar sem fór fram fyrir skemmstu.
Þar unnu Haukar góðan sigur á mótinu en þeir lögðu alla andstæðinga sína að velli.
Í mótslok var valið úrvalslið mótsins og voru þeir Birkir Ívar Guðmundsson, Sigurbergur Sveinsson og Elías Már Halldórsson í liðinu.
Að auki var Birkir Ívar valinn besti leikmaður mótsins.
Úrvalsliðið:
Vinstra horn: Duzan Milicevic – Nordsjælland
Vinstri skytta: Sigurbergur Sveinsson – Haukar
Miðja: Aron Pálmarsson – FH
Hægri skytta: Frederik Wahlström – Nordsjælland
Hægra horn: Elías Már Halldórsson – Haukar
Línumaður: Gísli Kristjánsson – Nordsjælland
Markmaður: Birkir Ívar Guðmunsson
Besti leikmaður mótsins: Birkir Ívar Guðmundsson