Það er skammt stórra högga á milli hjá mfl. karla í handbolta. Eins og allir vita þá unnu þeir bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi þegar þeir lögðu lið ÍR í úrslitum með einu marki, 22 – 21. Í undanúrslitum unnu okkar menn lið FH með tveimur mörkum, 30 – 28. Haukar hafa því lagt FH að velli í öllum viðureignum liðanna í vetur, þar af tvisvar í Olísdeildinni. Í byrjun október áttust liðin við í Schenkerhöllinni og endaði sá leikur 25 – 20 eftir að FH hafði leitt í hálfleik með einu marki , 11 – 12. Næsti deildarleikur var í Kaplakrika 28. nóvember og aftur unnu Haukar, nú með fjórum mörkum, 27 – 31, eftir að hafa verið yfir 11 – 14 í hálfleik. Síðan hafa liðin mæst í Hafnarfjarðarmótinu, Deildarbikarnum og Coca Cola bikarnum og alltaf hafa Haukar hrósað sigri. En á morgun er ný leikur og það er alveg klárt að FH þyrstir í sigur gegn Haukum og vonandi verður engin bikarþreyta í okkar mönnum.
Það var vel mætti í Höllinni þegar liðin áttust við í síðustu viku og vonandi verður sama upp á teningnum á morgun á Ásvöllum. Í hálfleik verður boðið upp á skemmtilega keppni en þar munu fjórar kempur, tvær frá hvoru félagi, eigast við í léttum boltaþrautum. Það er ljóst hvaða tveir mæta frá Haukum en það verða engir smá spaðar, Petr Baumruk og Halldór Ingólfsson. Frá FH mun Guðjón Árnason mæta en ekki er enn ljóst hver hin kempan frá FH verður.
Kveikt verður upp í grillinu kl. 19:00 og klukkan 19:20 mun Patrekur mæta og tala við Hauka í horni og fara yfir málin, eflaust mjög fróðlegt sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Flautað verður til leiks kl. 20:00.
Mætum öll og styðjum Hauka til sigurs!