Haukar og ÍR buðu upp á sannakallaðan draumaúrslitaleik í dag þegar leikið var til úrslita í Coca Cola bikar karla. Jafnt var í hálfleik en Haukar náðu góðu taki á leiknum um miðbik seinni hálfleiks þegar þeir komust yfir 19 – 15. ÍR liðið er þekkt fyrir annað en uppgjöf og náði að vinna upp forskot okkar manna en Haukar voru sterkari á lokametrunum og unnu glæsilegan eins marks sigur, 22 – 21.
Einar Pétur skoraði sigurmarkið en enn og aftur var þetta sigur liðsheildarinnar, glæsilegt og til hamingju drengir.
Það er ekki úr vegi að minnast á framlag áhorfenda en þeir fjölmenntu í Höllina og létu vel í sér heyra. Einnig var stórkostlegt að fá Tólfta Haukarann á svæðið en sá hópur jók kraftinn til muna og hjálpaði Jóni Gunnari og félögum til að skapa ótrúlega flotta umgjörð á pöllunum. Einnig bera að þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn sem og starfsfólki Ásvalla. Þetta er frábær hópur og erum við hluti af þessari flottu heild sem heitir HAUKAR.
Áfram Haukar!