Bikarinn nálgast

Nú eru örfáar klukkustundir þar til bikarúrslitin hefjast. Við Haukamenn erum farnir að undirbúa okkur á fullu. Allt er klárt fyrir leikinn og því aðeins eftir að undirbúa sig andlega og líkamlega. Við ætlum að hittast eins og allir vita á Ásvöllum klukkan 10:30 í fyrramálið og hita okkur upp, mála okkur í framan, æfa hrópin og fleira. Klukkan 12:30 förum við svo öll út í rútu og keyrum áleiðis til höfuðborgarinnar og klukkan 13:30 hefst svo leikurinn. Þar ætlum við að sjálfsögðu að sigra Gróttu og koma með bikarinn heim á Ásvelli.

ÁFRAM HAUKAR!!!