Umsjónamenn getraunaleiks Hauka 221 hafa verið undir miklum þrýstingi í haust og nú er komið að því. Getraunaleikur Hauka hefst laugardaginn 16. október næstkomandi.
Mikil stemming var meðal Haukafélaga í getraunaleiknum á síðasta misseri. Enda sjá Haukafélagar getraunaleikinn sem frábæran vettvang fyrir stutta samverustund og spjall í góðra vina hópi. Það var sérstök ánægja að sjá Haukafélaga sem ekki hafa komið í húsið lengi.
Skráning í leikinn er hafinn og mun forskráning standa yfir fram á laugardag. Það er verður síðan hægt að skrá sig á staðnum. Leikurinn er opinn milli 10:00 til 14:00 á laugardögum.
Boðið verður upp á hefðbundnar veitingar, en síðan verða hefðbundnar uppákomur á árinu. Menn tala ennþá um stór glæsilega dögurð sem haldin var í byrjun árs.
Í síðasta leik voru 95 lið með í keppninni sem var það mesta sem þekkist. Nú ætlum við að slá þetta met og fara yfir 100 lið. Hægt er að senda skráningar á netfang keppninar 1×2@haukar.is.