Berglind, Elín Klara og Viktoría Diljá valdar á U16 úrtaksæfingar

Þrír leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum með U16 ára landsliðinu en það eru þær Berglind Þrastardóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir og Viktoría Diljá Halldórsdóttir.

Æfingarnar fara fram 29. – 31. janúar undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar, þjálfara U16 ára landsliðs Íslands.

Vel gert stelpur og gangi ykkur vel!

Elín, Viktoría og Berglind.