Barnastarf haustið 2006

Velkomin á skákæfingar hjá skákdeild Hauka.

Í vetur verða skákæfingar með aðeins öðru sniði en undanfarin 2 ár. Tímarnir munu aðeins breytast og verða tvískiptir í stað sama tíma fyrir alla krakkana.

Byrjendur og styttra komnir verða í tímum frá kl. 17 til 18. og þau sem eru lengra komin (eða eldri) verða frá kl. 18-19. Þetta er er gert vegna þess að ekki hentar sama efni fyrir byrjendur og lengra komna.

Æfingarnar verða eins og í fyrra á Ásvöllum í samkomusal.

Æfingar verða nú sem fyrr ókeypis fyrir nemendur, en nauðsynlegt er að fá undirskrift foreldra á skráningarblað.

Efnið sem farið verður yfir kemur aðallega úr bókinni skákkennsla sem Helgi Ólafsson stórmeistari þýddi og er ætluð skákkennurum/þjálfurum. Fyrir byrjendakennsluna er bókin Skák og Mát mjög góð en henni hafa Hróksmenn dreift af miklum móð undanfarin ár. Einnig verður efni týnt til úr hinum og þessum áttum. Að sjálfsögðu verður einnig teflt.

Dagskrá.
5. sept 2006. Sameiginlegur tími.
10. okt. Sameiginlegur tími. Mót
14. nóv. Sameiginlegur tími. Mót
19. des. Sameiginlegur tími. Jólamót, síðasti tími fyrir jólafrí.
Aðrir þriðjudagar verða tvískiptir.

Þjálfun eftir áramót heldur svo áfram 9. janúar.

Þjálfari í vetur eins og 2 síðustu ár verður Páll Sigurðsson s. 8619656. pall@vks.is
og mér til aðstoðar verður Svanberg Már Pálsson, núverandi Íslandsmeistari í skólaskák í yngri flokki.