Létt 3. mínútna hraðskáksmót var tekið í lok síðustu æfingar. 3. mínútna skákir sýna kannski ekki bestu hliðar skákmanna því til þess er tíminn allt af lítill og klukkan hefur óeðlilega mikil áhrif á úrslit en úrslitin urðu engu að síður eftirfarandi.
1-3.
Kristján Sigfússon 3 vinningar.
Jóhann Hannesson 3 vinningar.
Gabríel Orri Duret 3 vinningar.
4-7.
Jón Örn Ingólfsson 1 v.
Magni Marelsson 1 v.
Márus Gunnarsson 1 v.
Kristján Svavarsson 1 v.
8. Skotta 0 v.
Á seinni æfinguna var farið yfir 2 skákir báðar í sikileyjarvörn. (1. e4 c5). Þó gjörólík afbrigði. Báðar skákirnar voru tefldar á mánudag í Meistaramóti Hellis úr 6 umf. Önnur skákin sýndi lokað afbrigði sikileyjarvarnar. þe. (1 e4 c5 2. Rc3 Rc6 3 g3 osfrv) og hins vegar Poulsen afbrigði sem er meira í átt við hefbundari taflmennsku þegar c5 er leikið. (þe. 2. Rf3 e6 3. d4)
Restin af æfingunni fór í allt annað eins og td. Þrískák sem er útvíkkun á tvískák þar sem ekki er teflt nema að hluta eftir venjulegum skákreglum heldur eru tveir í liði þar sem hver teflir á sínu borði en menn mega tala saman og ef þú drepur mann af andstæðing getur samherji þinn notað þennan mann hvar sem er á skákborði andstæðingsins með því að láta hann inn í stað þess að leika hefðbundnum leik. Jafnvel beint í mát.
Nú nálgast seinni hluti Íslandsmót skákfélaga (2 helgi) og gera má ráð fyrir að einhverjir krakkar af æfingum Haukana komi til með að tefla þar. Fyrir áramót tefldu amk þeir Hans Adolf Linnet og Jón Hákon Richter ásamt eldri systkynum sínum, Agnesi og Sigurði ásamt rúmlega 30 öðrum Haukamönnum sem skipa A til D lið Hauka í öllum deildum.