Í kvöld tóku Haukapiltar á móti ÍR í Olísdeild karla. Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann en í hálfleik höfðu gestirnir úr Breiðholti eins marks forystu, 15 – 16. Síðari hálfleikur byrjaði ekki nógu vel hjá Haukum og eftir 10 mínútur voru ÍR ingar komnir með 4 marka forystu, 18 – 22. En seigla var í Haukamönnum og smá saman náðu þeir að saxa á forskotið og þegar 10 mínútur voru eftir þá náðu Haukar að jafna þegar Einar Pétur skoraði úr víti. Aftur var allt í járnum en síðustu mínúturnar voru Hauka og þeir lönduðu að lokum öruggum tveggja marka sigri, 30 -28.
Haukaliðið lék án síns markahæsta leikmanns, Sigurbergs Sveinssonar, en hann meiddist á ökkla í leiknum úti gegn Benfica en er óðum að koma til og verður vonandi leikfær von bráðar. Haukar sýndu í kvöld að með baráttu og leikgleði að vopni þá geta þeir landað sigri gegn hvaða liði sem er í þessari deild. Leikurinn var ótrúlega spennandi síðustu mínúturnar og það voru brosandi Haukar sem gengu út úr Schenkerhöllinni í kvöld, enda ástæða til að gleðjast.
Leikurinn í kvöld var sigur liðsheildarinnar en markahæstir voru Einar Pétur og Árni Steinn báðir með 8 mörk og með skínandi leik. Einnig var Adam Haukur með gott framlag, sérstaklega síðustu 10 mínúturnar þar sem hann fór ítrekað illa með vörn ÍR inga og var m.a. tekið af honum vítakast sem allir í Schenkerhöllinni sáu að var 100% víti en dómarinn reyndist á undraverðan hátt ekki á sama máli. Giedrius átti líka fína spretti í markinu og varði nokkra mjög mikilvæga bolta þegar leið á seinni hálfleik, þar á meðal víti frá einni bestu vítaskyttu deildarinnar.
Áfram Haukar!