Í hádeginu í dag var dregið í 8-liða úrslitum í Eimskipsbikar karla og kvenna en dregið var í fundarsal ÍSÍ. Einnig var dregið í 16-liða úrslitum í Evrópukeppni félagsliða í hádeginu í dag.
Kvennalið Hauka drógst gegn Íslands-og bikarmeisturum Stjörnunnar og fer leikurinn fram í Mýrinni, heimavelli Stjörnunnar. Haukaliðið hefur harma að hefna gegn Stjörnunni sem kjöldróg lið Hauka í þarsíðustu umferð í N1-deild kvenna.
Það verður svo enn einn Hafnarfjarðarslagurinn í karlaflokki því Haukar og FH drógust saman í 8-liða úrslitum, annað árið í röð og eins og í fyrra mætast liðin í Kaplakrika.
Í Evrópukeppni félagsliða drógust Haukar síðan gegn spænska liðinu Naturhouse Ciudad de Logrono en það lið slóg út Rauðu Stjörnuna frá Belgrad í síðustu umferð.
Naturhouse Ciudad de Logrono er sem stendur í sjötta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með tólf stig, tíu stigum á eftir toppliði Ciudad Real. Leikirnir fara fram eftir áramót.