Í hádeginu í dag, fimmtudaginn 8. jan., var dregið í 8 liða úrslit bikarkeppni HSÍ. Haukar áttu bæði fulltrúa í kvenna- og karlaliðum.
Meistaraflokkur karla dróst á móti B lið ÍBV (ÍBV2) og á að spila þá leiki milli 4-9 febrúar. ÍBV fékk heimaleik.
Meistaraflokkur kvenna dróst á móti Selfossi, en stelpurnar munu spila heima og mun leikurinn fara fram 10-11 febrúar.