Svo virðist vera sem að hrekkjalómur/-lómar séu innan raða meistaraflokks kvenna. En þetta var sjónin sem blasti við Gunnhildi, Dagbjörtu og Lele þegar þær fóru út úr húsi í morgun.
Einnig urðu Jóhanna og Íris fyrir barðinu á hrekkjalómnum.
Heimasíðan fór á stúfana og komst að því að Auður Íris lægi undir sterkum grun sem hrekkjalómurinn eða ein af þeim.
Aðspurð um ásökunina svaraði Auður:
„Ég vil meina að sökinni hafi verið komið á mig“
Heimasíðan hefur einnig fregnir af því að fórnarlömbin hyggi á hefndir og séu nú þegar komnar með hugmyndir.