Auður Ólafsdóttir leikstjórnandi Hauka spilaði sinn fyrsta landsleik í góðum sigri hjá A landsliðinu á móti Möltu í fyrsta leik kvennaliðsins á Smáþjóðaleikunum sem haldnir eru hér á landi þessa vikuna.
Auður kom ekki inná í leiknum en hún hefur verið að taka miklum framförum síðustu tvö tímabil og hefur náð þeim frábæra árangri að spila sig inní 12 manna lið Íslands. Auður er mikill varnarjaxl og hefur verið lykil maður hjá Haukum síðustu ár.
Næsti leikur landsliðsins er á móti Mónakó á fimmtudaginn kl. 17:00 og hvetjum við Haukafólk og aðra til að mæta á leikana og hvetja Íslensku keppendurna á mótinu.
Auður var ekki eini Haukamaðurinn sem spilaði þennan leik en Helena Sverrisdóttir átti stórleik og leiddi liðið til sigurs. Að auki var systir Helenu, Guðbjörg, í liðinu og átti ágætan leik. Gunnhildur, Haukamaður og Hólmari spilaði einnig og var í byrjunarliðinu og barðist eins og ljón allan leikinn.