Haukar unnu fyrr í kvöld Laugdæli með 45 stiga mun 120-75 í 1. deild karla í körfuknattleik.
Yfirburðir Haukamanna voru miklir í leiknum og áttu Laugdælir erfitt uppdráttar á löngum köflum.
Þar með unnu Haukar sinn fjórða sigur í röð í 1. deildinni og sitja á toppi deildarinnar með átta stig en Hamar og Valur geta jafnað Hauka á morgun ef þau landa sigrum í sínum leikjum.
Í kvöld voru margir leikmenn Hauka sem léku vel en Sveinn Ómar Sveinsson var besti maður vallarins og skoraði 29 stig.
Næstur honum var Óskar Ingi Magnússon með 19 stig og Kristinn Jónasson skoraði 18.
Allir leikmenn Hauka komust á blað í kvöld.
Næsti leikur strákanna er næstkomandi fimmtudagskvöld þegar þeir heimsækja Fjölni í Grafarvoginn og hefst sá leikur kl. 19:15.
Mynd: Sveinn Ómar Sveinsson var óstöðvandi í kvöld – stefan@haukar.is