Aron Rafn með 18 skot varin í öruggum sigri Hauka

Aron Rafn varði eins og berserkur í dagStrákarnir settu punktinn aftan við góðan Haukadag með því að sigra Gróttu 31-24. Aron Rafn Eðvarðsson stóð allan leikinn í marki Hauka og átti stórleik með 18 skot varin. Leikurinn var í járnum lengi framan af en strákarnir sigldu fram úr eftir því sem leið á leikinn. Því má segja að seinni hálfleikurinn hafi verið eign Hauka í báðum leikjum dagsins en stelpurnar kafsigldu FH í seinni hálfleiknum fyrr í dag. Sigurbergur Sveinsson og Freyr Brynjarsson fóru mikinn og skoruðu stóran meirihluta Haukaliðsins lengi vel. Gróttuliðið mátti illa við því að missa fyrst Ægi Hrafn útaf vegna meiðsla og síðan Hjalta Þór Pálmason sem var þrívegis vikið af velli.

Fyrir leikinn munaði þremur stigum á liðunum, Haukar voru með sjö stig en Grótta fjögur. Gestirnir af Seltjarnarnesinu byrjuðu leikinn betur og komust í 3-1 en Jón Karl Björnsson skoraði tvö mörk af þeim þremur úr vítakasti. Haukarnir náðu að jafna metin og komast yfir í stöðunni 7-6. Eftir 20 mínútna leik voru Haukar komnir með þriggja marka forystu 10-7 og svo aftur 13-10 en staðan í hálfleik var 13-11 Haukum í vil.

Það er nóg af Haukamönnum í Gróttuliðinu, fyrst ber að nefna spilandi þjálfarann, Halldór Ingólfsson sem lék í fjölmörg ár með Haukum og var lengi vel fyrirliði Hauka. Auk hans eru Jón Karl Björnsson, Gísli Guðmundsson og Matthías Árni Ingimarsson. Gróttumenn skoruðu fyrstu tvö mörk fyrri hálfleiksins og jöfnuðu þar með metin 13-13. Grótta komst síðan yfir í stöðunni 16-15. Freyr Brynjarsson kom hinsvegar Haukum aftur yfir í 19-18 þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Góð markvarlsa og vörn einkenndi næstu mínútur því lítið var skorað, þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan 22-20 Haukum í vil. Haukar bættu í og skoruðu þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 25-20. Þá tók Halldór Ingólfsson þjálfari Gróttu leikhlé enda allt annað en sáttur með leik sinna manna. Leikur Gróttumanna batna ekkert eftir leikhléið og Haukarnir gáfu í undir lokins og komust í stöðuna 30-22. Lokatölur í leiknum urðu 31-24 og öruggur sigur Hauka því staðreynd.

Mörk Hauka: Beggi 8, Freyr 6, Elli og Björgvin 4 hvor, Gummi, Heimir og Einar Örn 2 mörk hver og Stebbi, Tjörvi og Jónatan 1 mark