Aron Kristjánsson

Handknattleiksdeild Hauka og Aron Kristjánsson hafa gengið frá samningi til næstu þriggja ára um að Aron þjálfi karlalið Hauka, auk þess mun Aron gegna stöðu framkvæmdastjóra fyrir deildina. Aron mun hefja störf strax að loknu yfirstandandi keppnistímabili og hefur þegar hafið mótun framtíðarliðs Haukanna.

 
Páll Ólafsson lætur af störfum sem þjálfari í lok yfirstandandi keppnistímabils en mun starfa áfram í forystu handknattleiksdeildar sem íþróttaráðgjafi (sport chef). 
 
Frá árinu 2000 hafa Haukar unnið samtals 20 meistaratitla, þar af 12 í karlaflokki, þar sem félagið hefur 5 sinnum orðið Íslandsmeistarar. Haukar hafa verið í fararbroddi íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum síðastliðin 7 ár, og leikið alls 76 Evrópuleiki.
 
Haukar hafa í vetur telft fram ungmennaliði í 1 deild, undir stjórn Óskars Ármannssonar, og mun verða framhald af því. Óskar mun starfa áfram við hlið Aron við uppbyggingu á framtíðarliði Hauka. Aron, Óskar og Páll mynda þannig teymi sem Haukar telja að muni halda Haukum áfram í fremstu röð.