Arnar Gunnlaugsson á leið til Hauka?

HaukarÁ Vísi.is er greint frá því að Arnar Gunnlaugsson hafi mætt á fund hjá Haukum í gær og rætt um það að Arnar myndi ganga til liðs við Hauka. Það þarf lítið að kynna Arnar Gunnlaugsson fyrir fótboltaáðdáendum en hann hefur komið víða við á sínum knattspyrnuferli en hann spilaði til að mynda bæði með ÍA og Val á síðasta tímabili.

Hugmyndin er að Arnar yrði spilandi aðstoðarþjálfari hjá Haukum.

 

Í samtali við Vísi sem hægt er að lesa hér, sagði Arnar þetta um málið, „Ég hitti Haukana í gær og það var mjög gaman að hitta þá. Þeir höfðu margt áhugavert fram að færa og mér leist vel á það sem þeir höfðu að segja. Við ræðum betur saman um helgina en ég tel afar líklegt að ég semji við þá,“ sagði Arnar en Haukar er eina liðið sem rætt hefur við hann eftir tímabilið.

 

Það er greinilegt að með komu Arnars myndi hann koma með gríðarlega mikla reynslu inn í liðið. Frekari fréttir af þessu ættu að koma um eða eftir helgi.