Eins og greint var frá hér á heimasíðunni í síðustu viku eiga Haukar fjóra fulltrúa í U-17 ára landsliði Íslands sem leikur þessa dagana á Opna Norðurlandamótinu í Finnlandi.
Liðið hefur leikið tvö leiki, fyrsti leikurinn tapaðist gegn Danmörku en í dag sigraði Íslendingarnir heimaliðið í Finnlandi 2-1.
Einn leikur er eftir í riðlakeppninni en þá leikur liðið gegn Englandi.
Í fyrsta leiknum byrjuðu Haukastrákarnir, Arnar Aðalgeirsson og Aron Jóhann Pétursson leikinn. Arnar spilaði allan leikinn en Aron Jóhann var tekinn útaf í seinni hálfleik. Þórður Jón Jóhannesson kom svo inn á eftir rúmlega hálftíma leik.
Í leiknum í dag byrjaði Magnús Þór Gunnarsson svo í rammanum og Þórður Jón á miðjunni á meðan Arnar Aðalgeirsson og Aron Jóhann byrjuðu á bekknum. Arnar lét það ekki trufla sig kom inn á og skoraði sigurmarkið í leiknum.
Frábær tíðindi af okkur strákunum og vonandi að það verði framhald af þessu hjá þeim og öllu liðinu.