Arnþór Freyr til liðs við Hauka

Arnþór handsalar samninginn með Baldri og Ívari - emil(hjá)haukar.isArnþór Freyr Guðmundsson skrifaði í morgun undir samning við Hauka og mun leika með liðinu í Dominos deild karla næsta vetur en samningur Arnþórs er til eins árs.

Arnþór kemur frá Fjölni þar sem hann hefur leikið alla sína tíð en Fjölnir féll úr Dominos deildinni á afstaðinni leiktíð. Arnþór var einn af lykilmönnum Fjölnisliðsins og gerði með þeim 10 stig að meðaltali, tók 3,5 fráköst og 3.2 stoðsendingar.

Haukar fanga því að Arnþór hafi kosið að ganga til liðs við Hauka en nokkur lið voru á höttunum eftir hans kröftum. Verður hann góð viðbót inn í liðið sem er ungt að árum og kemur hann með ákveðna reynslu með sér enda Fjölnir búnir að vera í úrvalsdeild um nokkuð skeið þar sem hann hefur fengið fjöl mörg tækifæri.