Anna, Guðrún Inga, Ragnheiður og Rut eru í U15 kvenna og Andri Steinn í U15 karla.

Ólafur Ingi Skúlason landsliðsþjálfari U15 kvenna hefur valið leikmannahóp til æfinga 29-31mars næstkomandi og eiga Haukar þar 4 fulltrúa. Þær Önnu Rut Ingadóttur, Guðrúnu Ingu Gunnarsdóttur, Ragnheiði Þ. Jónsdóttur og Rut Sigurðardóttur.

Þær Guðrún Inga og Anna Rut eru fæddar árið 2006 og eru leikmenn 3.flokks, en þær Rut og Ragnheiður eru fæddar árið 2007 og eru enn í 4.flokki Hauka. Gríðalega hæfileikaríkar stelpur sem eiga framtíðina fyrir sér.

Einnig hefur Lúðvík Gunnarsson landsliðsþjálfari U15 karla valið 32 leikmenn til æfinga 22-24 mars næstkomandi og er Andri Steinn Ingvarsson í hópnum.

Andri Steinn er fæddur árið 2006 og er leikmaður 3.flokks Hauka. Hann spilar sem miðjumaður en getur einnig leyst aðrar stöður á vellinum.
Andri Steinn hefur tekið þátt í hæfileikamótun KSÍ síðustu ár.

Knattspyrnudeild Hauka óskar Önnu, Guðrúnu, Ragnheiði, Rut og Andra innilega til hamingju með valið og óskar þeim góðs gengis.

Myndir: Hulda Margrét

Guðrún Inga

Guðrún Inga – Ljósmynd: Hulda Margrét

Anna Rut

Anna Rut Ingadóttir – Ljósmynd: Hulda Margrét

Rut Sigurðar

Rut Sigurðardóttir – Ljósmynd Hulda Margrét

Ragnheiður

Ragnheiður – Ljósmynd: Hulda Margrét

Andri Steinn

Andri Steinn – Ljósmynd Hulda Margrét