Andri Steinn & Þorsteinn Ómar í æfingahópi fyrir U15

Lúðvík Gunnarsson landsliðs þjálfari U15 hefur valið 32 leikmenn til æfinga 14-17 Juní næstkomandi og eiga Hauka tvo stráka í þeim hópi. Þetta eru þeir Andri Steinn Ingvarsson og Þorsteinn Ómar Ágústsson.

Andri Steinn hefur spilað sem miðjumaður en getur einnig leyst allar stöður fremst á vellinum og Þorsteinn Ómar er markmaður. Báðir eru þeir fæddir árið 2006 og leikmenn 3.flokks Hauka. Einnig hafa þeir báðir verið að æfa með meistaraflokki karla í vor og í sumar.

Knattspyrnudeild Hauka óskar Andra og Þorsteini innilega til hamingju með valið og óskar þeim góðs gengis.

Andri Steinn

Andri Steinn – Ljósmynd: Hulda Margrét

Þorsteinn Ómar

Þorsteinn Ómar – Ljósmynd: Hulda Margrét