Amir Mehica markvörður Hauka í meistaraflokki karla hefur skrifað undir nýjan 3ja ára samning við félagið.
Þetta eru afar góðar fréttir fyrir liðið enda Amir einn af bestu markvörðum 1.deildar og hafa til að mynda lið í Landsbankadeildinni verið með hann í sygtinu.
Amir hefur leikið með Haukum undanfarin fjögur ár og hefur leikið als 66 leiki með Haukum.
Hann hefur einnig haldið utan um markmannsþjálfun yngri markverða í félaginu síðustu ár með góðum árangri.
Fyrir síðasta tímabil glímdi hann við meiðsli á hné og var því frá nánast allt undirbúningstímabilið og gat ekki spilað fyrstu leikina með Haukum. Hann vinn sér síðan sæti í byrjunarliðinu og spilaði 11 leiki í sumar í 1.deildinni.
Frekari upplýsingar um samningamál hjá meistaraflokknum er að vænta á næstu dögum.