Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur ákveðið að leysa Alyshu Harvin undan samning við félagið og heldur hún til síns heima í dag. Það er því ljóst að hún mun ekki leika með liðinu sem mætir KR annað kvöld.
Ekki hefur verið fundinn eftirmaður fyrir Alyshu og samkvæmt Henning Henningssonar, þjálfara, verður það ekki gert á næstunni.
Alysha er ekki sú eina sem yfirgefur herbúðir Hauka en Heiðrún Hauksdóttir ákvað að róa á önnur mið eftir tveggja ára veru hjá Haukum.
Körfuknattleikdsdeild Hauka þakkar báðum leikmönnum fyrir veruna hjá félaginu og óskar þeim velgengni í komandi verkefnum.