Eftir góða æfingaferð til Spánar taka Haukar á móti Þrótti Reykjavík í kvöld á Ásvöllum kl. 18:00 í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Um er að ræða fyrsta leik Hauka í Lengjubikarnum eftir góðan 0 – 2 sigur gegn KR í Vesturbænum þann 22. mars þar sem Björgvin Stefánsson og Marteinn Pétur Urbancic voru á skotskónum.
Eftir fimm leiki eru Haukar nú í fimmta sæti í A deild karla, riðli 1, með sex stig en Þróttur R. er í sjöunda sæti með fjögur stig eftir sex leiki.
Það verður spennandi að sjá okkar menn í kvöld en frá leiknum gegn KR hefur Viktor Unnar Illugason komið að láni frá Breiðablik.
Fjölmennum á Ásvelli kl. 18.00 í kvöld – ÁFRAM HAUKAR!