Alexander, Ásbjörn og Margrét valin í U16 úrvalsli

Þau Alexander Freyr, Ásbjörn og Margrét Sif hafa verið valin af KSÍ til að leika úrtaksleiki gegn úrvalsliðum frá Möre og Romsdal fylkjunum í Noregi.

Leikirnir fara fram á fimmtudaginn og laugardaginn í Egilshöll.

Alexander Freyr, Ásbjörn og Margrét Sif eiga það sameiginlegt að vera öll á yngra ári í 3.flokki og koma einnig öll úr Setbergsskóla. Hver sagði að Setbergið væri ekki Haukahverfi?

Við óskum þeim öllum til hamingju með valið og góðs gengis í leikjunum.