Agamáli lokið

Haukar

Körfuknattleiksdeild Hauka telur að með mikilli umfjöllun m.a. fjölmiðla um óíþróttamannsleg atvik þó sérstaklega um óafsakanlega og tilefnislausa áras leikmanns KR á leikmann Hauka í leik félaganna þann 9.mars s.l. hafi tekist að koma á framfæri megnri óánægju Hauka með ósamræmi í dómum aga- og úrskurðanefndar KKÍ. Haukar telja að tilefnislausar árásir leikmanna sem hér um ræðir eigi vegna eðlis þeirra að kalla á mun harðari refsingu en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi leikmann KR í.

Haukar hafa ákveðið að áfrýja ekki dómi aga- og úrskurðarnefndar KKÍ vegna atviks í leik Hauka og KR 9.mars s.l. en munu vinna að því innan körfuknattleikshreyfingarinnar að skoða hvort endurskoða þurfi refsiramma sem aga- og úrskurðarnefnd KKÍ vinnur eftir.