Afmælisbingó og bollukaffi

HaukarKæri félagi.
Eitt og annað skemmtilegt verður gert til hátíðarbrigða á afmælisárinu.
Á sunnudaginn 6. mars milli 15.00 og 17.00 verður bingó og bolla á Ásvöllum og alveg tilvalið að kalla saman fjölskylduna sunnudags-bollukaffi.
Meðal vinninga er sælulykill á Hótel Örk, 20.000 kr. bensínúttekt frá ÓB, gjafakort frá Hress, Fjölsport, Partý búðinni, Go-Kart, o.fl.
Út að borða frá fjölda veitingastaða, ísveisla frá Vesturbæjarís og margt margt fleira.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Með Haukakveðju,
Afmælisnefnd HAUKA