Æfingar hjá handknattleiksdeild og körfuknattleiksdeild hefjast mánudaginn 31. ágúst skv. töflu.
Ástæðan fyrir þessari seinkun er að breyta þurfti æfingatöflum deildanna eftir að breytingar komu fram í skólatöflu Hvaleyrarskóla og hafði það töluverð áhrif á æfingatöflur sem fram voru komnar og þurfa því þjálfarar deildanna tíma til að fara yfir breytta töflu.
Æfingatöflur eru orðnar klárar og hægt verður að skoða æfingar allra flokka kkd. og hkd á morgun, seinni parts miðvikudagsins 26. ágúst.
Beðist er velvirðingar á þessum óviðráðanlegu töfum.