Æfingar falla niður um helgina

Allar æfingar á vegum Knattspyrnufélagsins Hauka verða felldar niður um helgina.
Með vísan til stöðunnar í samfélaginu og yfirlýsinga frá yfirvöldum vegna ráðstafana gegn Kórónuveirunni hefur verið ákveðið að fella niður allar æfingar hjá félaginu nú um helgina.
Frekari upplýsingar um íþróttastarf á vegum Hauka verður kynnt eftir samráðsfund á mánudaginn.

F.h. Knattspyrnufélagsins Hauka
Samúel Guðmundsson, formaður.
Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri.