Adam í U-18

Adam Haukur Baumruk var um síðustu helgi að leika með U-18 ára lansdsliði Íslands í undankeppni EM í Tyrklandi. Adam og félagar tryggðu sér sæti á EM með því að leggja heimamenn, Englendinga og Moldavíu. Adam var á meðal markahæðstu manna í öllum þremur leikjunum auk þess að leika stórt hlutverk í varnarleik íslenska liðsins.

Adam á ekki langt að sækja hæfileikanna á handboltavellinum því farðir hans er Petr Baumruk sem er goðsögn í handboltasögu okkar Haukamanna. 

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Adam nú þegar fengið að spila nokkra leiki fyrir meistaraflokk Hauka og ljóst er að hér er á ferð framtíðar maður fyrir Hauka og íslenska landsliðið. Heimasíðan óskar Adam til hamingju og vonar að þetta sé bara byrjunin á glæstum og löngum landsliðsferli!