Actavismótið í körfuknattleik hófst í morgun. Mikið fjör er á Ásvöllum þar sem keppt er á sex völlum í einu.
Mótið hefur aldrei verið eins stórt en 13 félög taka þátt að þessu sinni.
Krakkarnir eru að sýna snilldartakta í körfubolta og ljóst að framtíðarleikmenn Íslands eru á svæðinu.
Mynd: ÍR-ingar eru meðal margra gesta að þessu sinni – emil@haukar.is