A-liðið í 1. deild

Annað mót vetrarins fór fram um síðustu helgi. A-liðinu gekk vel og náði takmarkinu um að komast í 1. deild með því að tryggja sér annað sæti á eftir Þrótti. Góður stígandi var í leik liðsins og sérstaklega ánægjulegt að sjá baráttuna sem réði ríkjum í vörninni. B-liðið lenti í þriðja sæti í 1. deild sem er betri árangur en í síðasta móti. C-liðið lenti í 6. sæti í 1. deild og leikur því í annarri deild á næsta deildarmóti.