Haukar leggja mikla áherslu á skapa umgjörð á heimaleikjum félagsins þar sem fjölskyldan í Firðinum getur átt skemmtilegar samverustundir, notið fyrsta flokks skemmtunar og spennandi handboltaleikja.
Við viljum bjóða upp á skemmtun við allra hæfi. Síðustu helgi var skemmtileg fjölskyldustemming á Ásvöllum þegar Haukar hófu leik í N1 deild karla og kvenna auk þess sem U-liðið lékk sinn fyrsta leik í 1. deild karla.
Nýja barnahornið naut mikilla vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar og foreldra sem gátu í fyrsta sinn fengið gæslu fyrir börn sín.
Handboltastjörnur framtíðarinnar létu ljós sitt skína í upphitunarleik 6.flokks kvenna og langar biðraðir mynduðust í hálfleik leikja til að skjóta á meistaraflokksmarkmenn félagsins. Tveir áhorfendur unnu sér inn ársmiða með því að hitta í slá frá miðju í leikhléum leikjanna.
Á laugardaginn, 27.september, verður aftur boðið upp á handboltaveislu fyrir alla fjölskylduna á Ásvöllum. Barnahornið verður á sínum sta, þrautir fyrir krakka og 7.flokkur karla leikur upphitunarleik.
Dagskráin á laugardag:
12:50 Upphitunarleikur 7.flokks karla
13:25 Þrautir fyrir krakka
13:45 Barnahornið opnar
14:00 Haukar – Grótta m.fl. kvenna
16:00 Haukar – Akureyri m.fl. karla
18:15 Haukar U – Grótta