Handknattleiksdeild Hauka hefur ákveðið að bjóða upp á þá nýjung á heimaleikjum um helgar meistaraflokka deildarinnar að bjóða upp á barnagæsla á meðan leikjunum stendur. Upp hefur verið sett barnahorn sem staðsett verður hliðina á vellinum. Allir krakkar frá tveggja ára aldri eru velkomnir í barnahornið en forráðamenn þeirra barna sem eru á aldrinum 2 – 4 ára verða að skrá börnin inn hjá starfsfólki barnagæslunnar. Að sjálfsögðu er frítt fyrir börnin í barnahornið!
Boðið var upp á þessa nýjung í fyrsta skipti á fjölskylduhátíðinni síðastliðinn laugardag og var mikil ánægja með þessa nýjung og er það von okkar að sú ánægja muni vara áfram og verði til þess að auka ánægju fjölskyldufólks af því að taka virkan þátt í starfi Haukanna.