Það verður nóg að gera fyrir allt Haukafólk í dag, þar sem leiknir verða fjórir kappleikir í tveimur íþróttum.
Herleg heitinn byrja klukkan 14:00 þegar meistaraflokkur kvenna í handknattleik tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik N1-deildar kvenna.
Tveimur tímum síðar verður svona flautað til leiks í tveimur leikjum. Haukar – Stjarnan mætast í fyrsta leik N1-deildar karla klukkan 16:00.
Á sama tíma verður leikinn, út á gervigrasi, lokaleikur Hauka í 1.deild karla í ár, en þá mæta Haukar liði Stjörnunnar, en með sigri Stjörnunnar tryggja þeir sér sæti í Landsbankadeildinni.
Deginum lýkur svo með leik Hauka U og Fjölnis í 1.deild karla í handknattleik karla, en sá leikur hefst klukkan 18.15.